#12 Sri Lanka

Sri Lanka, eyja út af suðausturströnd Indlands, er ein magnaðasta ferðamannaperla Asíu. Þangað hafa Einar og Ragnar báðir komið en fóru þó á gerólíkar slóðir, annar upp í fjöllin en hinn á strendurnar. Þeir segja frá ævintýrum sínum á eyjunni fögru og velta fyrir sér menningu og staðháttum áfangastaðarins í nýjasta þætti Ferðapodcastsins.  

Om Podcasten

Félagarnir og ferðamálafræðingarnir Einar Sigurðsson og Ragnar Már Jónsson ferðast um víðan völl í Ferðapodcastinu þar sem fjallað verður um mismunandi þjóðir og svæði í heiminum á léttu nótunum með áherslu á menningu, sögu, náttúru og ferðaþjónustu svo eitthvað sé nefnt. Þeir hafa báðir mikla ástríðu og reynslu af ferðalögum og munu fræða hlustendur um marga áhugaverða og ólíka áfangastaði. Þetta er þáttur fyrir alla þá sem elska að ferðast og þrá að upplifa nýja staði og framandi menningarheima.