#13 UAE - Dubai og Abu Dhabi

Sameinuðu Arabísku Fustadæmin (UAE) hafa á skömmum tíma náð að verða eitt vinsælasta ferðamannaland heimsins. Því er helst að þakka þóun borganna Dubai og Abu Dhabi. Einar og Ragnar hafa báðir ferðast til þessa borga, klætt sig í hvítan Arabískan klæðnað, riðið úlfalda og upplifað heim þar sem framtíðin og fortíðin skarast. Þetta og margt fleira verður umfjöllunarefni þessa þáttar Ferðapodcastsins. 

Om Podcasten

Félagarnir og ferðamálafræðingarnir Einar Sigurðsson og Ragnar Már Jónsson ferðast um víðan völl í Ferðapodcastinu þar sem fjallað verður um mismunandi þjóðir og svæði í heiminum á léttu nótunum með áherslu á menningu, sögu, náttúru og ferðaþjónustu svo eitthvað sé nefnt. Þeir hafa báðir mikla ástríðu og reynslu af ferðalögum og munu fræða hlustendur um marga áhugaverða og ólíka áfangastaði. Þetta er þáttur fyrir alla þá sem elska að ferðast og þrá að upplifa nýja staði og framandi menningarheima.