#5 Kólumbía

Í þessum þætti Ferðapodcastsins verður flogið yfir til Kólumbíu, land kaffi, salsatónlistar og kókaíns. Strákarnir rekja áhugaverða fortíð Kólumbíu og spá í spilin um hvernig sé að vera ferðamaður í landinu. 

Om Podcasten

Félagarnir og ferðamálafræðingarnir Einar Sigurðsson og Ragnar Már Jónsson ferðast um víðan völl í Ferðapodcastinu þar sem fjallað verður um mismunandi þjóðir og svæði í heiminum á léttu nótunum með áherslu á menningu, sögu, náttúru og ferðaþjónustu svo eitthvað sé nefnt. Þeir hafa báðir mikla ástríðu og reynslu af ferðalögum og munu fræða hlustendur um marga áhugaverða og ólíka áfangastaði. Þetta er þáttur fyrir alla þá sem elska að ferðast og þrá að upplifa nýja staði og framandi menningarheima.