#7 Frá Mexíkó niður til Brasilíu - Jóhann Gunnarsson

Í þessum þætti af Ferðapodcastinu fá strákarnir til sín frábæran gest og félaga, Jóhann Gunnarsson. Hann fer með þeim í gegnum ævintýralegt bakpokaferðalag sem hann fór í frá Mexíkó, niður Mið-Ameríku og alla leið til Brasilíu. 

Om Podcasten

Félagarnir og ferðamálafræðingarnir Einar Sigurðsson og Ragnar Már Jónsson ferðast um víðan völl í Ferðapodcastinu þar sem fjallað verður um mismunandi þjóðir og svæði í heiminum á léttu nótunum með áherslu á menningu, sögu, náttúru og ferðaþjónustu svo eitthvað sé nefnt. Þeir hafa báðir mikla ástríðu og reynslu af ferðalögum og munu fræða hlustendur um marga áhugaverða og ólíka áfangastaði. Þetta er þáttur fyrir alla þá sem elska að ferðast og þrá að upplifa nýja staði og framandi menningarheima.