All I Want For Christmas – Allur pakkinn

Hvernig jól viljið þið? Kerti og spil? Eplaskífur og kósíheit? Endilega norpið með gamaldags skandinavísk jól og ljúgið að sjálfum ykkur að það sé nóg. En ef þið viljið gnóttina, allan pakkann, stóra harða pakkann – hlustið þá á þetta lag. All I Want For Christmas er snjóandi amerísk ofgnóttarnegla. Hundrað milljón dollara wall of sound jólaþruman sem gírar fólk inn í alvöru jólastemningu. Gleymið öllu öðru. Mariah Carey með allar sínar áttundir er eigandi desember. Þið eruð neytendur, svo njótið. Fílalag óskar landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla. Þátturinn fer nú í nokkra vikna pásu en kemur endurbættur til baka.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.