Alone Again Naturally – Að finna botninn

Alone Again Naturally – Gilbert ‘O Sullivan Strappið á ykkur væmna leðurtösku. Ræsið Volkswagen bjölluna á köldum vetrarmorgni. Það er sjöa. Öllum er kalt. Það lekur blóð úr öllum hjörtum. Það er kominn tími á væmna írska singer-songwriter neglu. Og væmin er hún kannski, en skotheld er hún einnig. Við erum að tala um milljón dollara chart-topping soft-rokk eins og það gerðist best undir lok gylltu fimmunar. Hér er allt sem við þurfum í einu popplagi. Hér er sleginn takturinn sem allir þurfa, taktur umkomuleyisins. Gefum Íranum orðið.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.