Átján og hundrað – Prins allrar alþýðu

Fílalag er á heimaslóðum í fílun dagsins. Ekki er seilst nema um átta ár aftur í tímann og Ísland ekki yfirgefið. Nú er hún loksins tekin fyrir: Seyðisfjarðar/MH/síðkrútts/hakks-og-spaghettí senan. „18 & 100″ er fyrsta smáskífa Prins Póló, sem er eitt af mörgum tónlistarverkefnum Svavars Péturs Eysteinssonar – en hér er þetta allt tekið fyrir. Jólaskreytingarnar í Breiðholtinu, hakkið, spaghettíið, bulsurnar, stemningin.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.