Because The Night – Lát huggast barn

Patti Smith – Because the Night Rokk. Ljóð. Sköddun. Dýpt. Eftirpartí á Njálsgötu 1980. Óþægilegar buxur. Þurrt hár. Öskubakkar. Sjöl. Kökkur í hálsum. Leðurjakki. Sameiginleg vonbrigði. Mótlæti. Grimmd. Losti. Heitt bað. Of heitt bað. Dofi. Hægur dans. Svefn. Dauði.  Patti Smith. Dóttir ryðbeltis og roða morguns. Drottning dænersköddunar, frönsku akademíunnar, geislavirkra holræsanna og alls sem hefur backbeat. Veit oss líkn. Þar til morgun rís. Steini í leddara. Tom Petty í gallara. Dylan í kögrara. Tékkneskt diplómatabarn í rússkinnara. Tékkneskt gítarbarn með skítugar neglur í alltof heitu eftirpartí baði. Patti í T-Shirt. Tyrkneskt teppi, bróderuð sjöl. Rokk. Ljóð. Sköddun. Dýpt. Eftirpartí. Öskubakkar. Mótlæti. Kærleikur. Losti. Svefn. Dauði. Upprisa. Líkn. Líkn. Þar til morgun rís.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.