Bitter Sweet Symphony – Að fasa út sársaukann

The Verve – Bitter Sweet Symphony Eitt stærsta lag allra tíma. 1997. Manchester-drjólar að gefa hann góðan. Stórir leðurjakkar. Alkólíseraðir tónlistarblaðamenn, skrjáfandi þunnir, skrifandi og túlkandi. Há-britpop. Allt í gangi. En ljúfsára tónkviðan fjallar aðeins um eitt: Sársaukann. Það sem allir eiga sameiginlegt. Þetta tengist allt mali katta, raftíðnisviði heilans og öðrum þáttum sem of flókið er að útskýra hér. Hlustið á þáttinn. En fyrst og fremst: fílið lagið.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.