By Your Side – Koddahjal, silkisjal

Sade – By Your Side Hin nígerísk-breska Helen Folasade Adu, eða „Sade” líkt og samnefnd hljómsveit hennar nefnist, er ein af þeim stóru af MTV-kynslóðinni. Hún átti risasmelli í áttunni en lá mikið til baka í níunni en kom svo aftur árið 2000 með risasmellinum By Your Side. Að hlusta á Sade er eins og að vera boðið inn í helli veggfóðraðan með silkisjölum. Sándið er plussað, rýmið er öruggt. Allt verður mýkra og fallegra líkt og nafnið hennar, Sade, sem borið er fram Sjadei. Sade er margslunginn listamaður sem hefur haft mikinn stjórn á ferli sínum. Yfir þetta er farið í þætti dagsins. Njótið, fílið!

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.