Coffee & TV – Alkóríseruð indí-drulla, endastöð, snilldarstöð

Blur voru ein stærsta popphljómsveit níunnar. Damon Albarn var poppskrímsli sem þefaði uppi stemningu og samdi popphittara. Hann elskaði athygli og poppkúltúr. En innan Blur var líka að finna hreinræktaða indídrullu í formi gítarleikarans Graham Coxon. Og eins og gengur brenndi Blur brýr að baki sér. Það er erfitt að halda sér á popp-toppnum. Og þá kom indídrullan Coxon sterkur inn. Eftir að hafa legið þunnur og hálf-fullur á börum í London samdi hann þennan óð til slakkerismans: sannkallað lágmenningarkall um kaffi og sjónvarp, slaufaðan í loftþéttann indípakka. Og það var fokkismi sem þessi sem í raun bjargaði arfleið Blur. Heyr er sögu ríkari. Hér er þetta helsta tekið fyrir. Næntís-kryppur, samspil skate-menningar og líkamsstöðu, gallabuxnasnið og fleira og fleira.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.