David – Stinnur kattaþófi

GusGus – DavidBagettulitað hold. Frönsk retrófútúrísk hraðlest. Þunnur maður með þýska nýbylgju á VHS undir hendinni. Klapparstígurinn í íslenskum september úða. Steppur Rússlands. Kampavín. Sunnudagsskóli. Lamadýr. Strandsalt hár.  Drukkið úr kaleik. Tjaldbúðir. Dulur. Slæður. Flautur. Skálabumbur. Syndir. Fjármálastjóri Airbus sýpur brimsalta ostru og askar sígauna ofan í tvíhnepptan ullarblazer. Veröldin er taflborð, svarthvít Fassbinder kameruól strekkt um háls þinn. Og lausnarorðið er: Davíð.  Göss göss gjörið svo vel…

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.