Dry The Rain – Skoskt, artí, indífokk

The Beta Band – Dry the Rain Þunglyndisfílgúddið verður ekki tærara en þetta. Hér er hann mættur í Pringles-mylsnaða sófann þinn: Indígírkassinn mikli sem hrært hefur í þunnum keltum í tvo áratugi. Dry the Rain með Beta Band er þéttofinn refill. Í ísskápnum eru 28 síðir Amstel, sígarettuaskan fellur ofan á pínulitlar bjórvambir, græjurnar óma […]

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.