End Of The World – Dramatískt, loðið, hættulegt

Aphrodite’s Child – End of the World Í fyrsta skipti í Fílalag er það grískt. Og grískt skal það vera með allri þeirri hnausþykku drjúpandi olíu sem því fylgir. Aphrodite’s Child er hugsanlega frægasta rokksveit sem komið hefur frá Grikklandi og halelúja, ó áfram kristmenn krossmenn, hvað hún gaf hann góðann. Það nær í raun ekki nokkurri átt hversu gríðarlega vel er hlaðið í þá dramatísku sex-barokk horror-neglu sem lagið End of the World, af samnefndri plötu frá 1968 er. Vúff. Fílið þetta, og bara grjóthaldið kjafti.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.