Fairytale of New York – Þegar allt er meyrt

The Pogues – Fairytale of New York Löngu áður en Jésú kristur ákvað að heiðra jarðarbúa með nærveru sinni var fólk byrjað að dýrka vetrar- og sumarsólstöður. Það var tíminn þegar dulveröldin sameinaðist þeirri raunverulegu, þegar álfar og vættir fóru á kreik, ríkir urðu fátækir og fátækir ríkir. Vetrarsólstöður, jólin, eru einnig tími þar sem fortíð og nútíð renna saman. Þegar horft er svo mikið inn á við að ákvarðanir fortíðar standa manni ljóslifandi fyrir sjónum. Og að lokum skal í þessum textabút, þess gætt, að jólin eru tími alþýðunnar. Allt þetta kristallast í laginu sem er fílað í dag. Fairytale of New York með alþýðu-pönk-þjóðlaga hljómsveitinni The Pogues. Sérstakt jólalag, alveg tímalaust, sem fjallar um þennan tíma ársins, þegar allt er meyrt, þegar allt er hægt, þegar von og vonbrigði verða í raun sami hluturinn, kvíði og eftirvænting sömuleiðis. Þetta er lag um sköddun, nánd og allt það malt og appelsín. Þetta er póesía, þétt vafinn vöndull. Hlustið. Fílið. Gleðileg jól.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.