Final Countdown – Með sjóðheitan kjarnorkuúrgang í klofinu

Europe – The Final CountdownÞað var lokaniðurtalning í gamla Nýló salnum þegar hármetal-hesthúsið Europe var fílað í allri sinni dýrð, frammi fyrir fílahjörðinni. Tjúúúúú. The Final Countdown er það sem við viljum öll. Spólgröð kaldastríðs negla með hestamannaívafi, sænskt metal-salat með öllu helstu trikkunum: lúðra-synthanum, ofurhraða gítarsólóinu og óperusöngstílnum. Kannski besta iðnaðarrokksnegla sögunnar. Leiðtogafundurinn. Eiki Hauks í leðurfrakka. Jóreykur á himni. Tikkið í fánastöngunum fyrir utan Staðarskála. Sokkur í klofinu. Takk fyrir okkur Fílahjörð. Njótið. Fílið!

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.