Fyrir átta árum – Einn kílómetri af eilífð

Heimir og Jónas – Fyrir átta árum Sumarlandið. Vormanían. Spássering í kringum Tjörn. Byltingarfólk og hökutoppar. Glaumbar og hass. Predikari segir þér hvað kílóið af salti kostar í raun og veru. Kinkandi kollar. Guy Ritchie þrútnar. Kristalsglasi hent á arin. Vakan hefur staðið yfir alla vikuna, allt vorið. Undir 19. aldar legubekk á Þrúðvangi liggur […]

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.