Heart of Glass – Óbrjótandi, óþrjótandi kúl

Blondie – Heart of Glass New York. Rottur. Pizzukassar. Ljósmyndarar. Leðurjakkar.. Brunastigar. Rafgítarar. Trommuheilar. Þröngir kjólar. Strigaskór. Kalkúnasamlokur. Platínugyllt hár. Gulir leigubílar. Stressaðir endurskoðendur. Lakkrísbindi. Diskótjútt. Ökklinn á Sidda frænda. Pillur. Blondie var og er, óþrjótandi kúl, með óbrjótandi glerhjarta.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.