I Only Have Eyes For You – Fegurð að handan

The Flamingos – I Only Have Eyes For You Mjúkur koss úr hamborgaralúgu. Tyggjó-plata á rauðri tungu. Mínígolf í myrkrinu. Elskandi, dekkandi faðmur svínaslátrara heims. Gljáfægð stræti fyllt rykfrakkabófum. Óspillt engi. Djöflar í fylgsnum. Geðrof. Nálgunarbann. Einbeittur ástarvilji. Fuglar syngja. Kalkúnn eltir gulan pallbíl og drepur lögfræðinginn á kamrinum. Í milljónir ára, tugmilljónir ára, hafa þær verið eins. Endurnar á tjörninni. Þær segja brabra þar til þú verður gaga. Fegurð fimmunnar. Fundin í grafhýsi.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.