I Put A Spell On You – Álagsstund

Það fór fram hópfílun þegar Fílahjörðin mætti við drykkjarstöðvar sínar og stakk sér á bólakaf í tilfinninga-uppnáms-stomperinn I Put a Spell on You. Var lagið bæði mergfílað með höfundi sínum, Screamin’ Jay Hawkins og svo einnig með Creedence Clearwater Revival. Sérhver taug var þanin í þessari fílun. Móða stríðsins. Ofsi afbrýðisseminnar. Ofsóknaræðið og lostinn í sjokk og tortímingu. Það er rosalega mikið undir í lagiu I Put a Spell on You. Það er verið að leggja álögur á manneskju – jafnvel alla sem á hlýða. Að verki eru galdar, ef ekki kölski sjálfur.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.