I Wanna Get High – Skúnka-skaðræði

Cypress Hill – I Wanna Get High Það er komið að skoti úr bongóinu. Hér er um negul-neglu að ræða. Kúbversk-mexíkönsku-amerísku á-skala-við-Billy-Joel-seljandi gangsterarnir frá Suðurhliði. Það heyrðist hvíslað undir síprus-viðnum að guðspjallið skrifaði guðspjallamaðurinn B-Real ásamt senaða hundinum. Á tímabili lágu allir í valnum. Háskólakrakkar í Bandaríkjunum, lagerstarfsmenn í Austurríki. Allir vilja ganga til messu á svörtum sunnudegi. Líka þú, hvort sem þú varst skotinn í lungað sautján ára eða heimsóttir Kiss í kringlunni og keyptir þér prumpusprey. Þetta er þín músík. Hér er blásið í lúðra þér til heiðurs.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.