Just the Way You Are – Brúnhærð, krulluð sjöa

Farið er á rostungaveiðar í dag. Sjálfur Billy Joel er fangaður og ekki er um lítið skrokk-ummál að ræða. Billy Joel, píanómaður, spelmaður með þykka höfuðkúpu, er dreginn á land, löðraður lýsi. Joel hefur átt nokkur tímabil. Hreinræktaður píanómaður, MTV-brúða en þó ávallt boxari og Bronxari. Og hér er gripið inn í eitt hans mikilvægasta tímabil sem nefnist hjartaknúsara-sjöan. Hér er allt til reiðu: brúnu krullurnar, sjúskaði blazer-jakkinn, wurlitzer píanóið. Allt klárt. Það væri ekki leiðinlegt að sitja inn á ítölskum veitingastað í Bronx-hverfinu í miðri sjöu, í ljótum jakka, stressaður vegna skattaskulda, og heyra þetta lag koma í útvarpinu meðan börnin maula brauð úr körfu. Stemning.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.