Live is Life – Að eilífu æring

Opus – Live is Life Maradona horfir á Vesúvíus. Grétar Örvarsson stingur múslískeið í munn. Kartöflusalat svitnar á útiborði í bjórgarði í Graz. Evrópa er öxull. Hemmi Gunn setur á sig svitaband og fer á svið á Broadway. Rúta með móðuðum rúðum brunar í gegnum íslenska sumarnótt. Veröldin er drifskaft. Maður með permanent horfir upp […]

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.