Loser – Áferð sultunnar

Beck – Loser Eftirpartísófi með teppi hekluðu úr tékknesk-bóhemískum ljóðum og bróderaður með Andy Warhol Factory-flúxi. Póst-móderníski skúnkurinn Beck Hansen er fílaður niður í sviðasultu í dag og það er margt sem hægt er að japla á: Myndlistarsköddunin, molasykurinn og miðsnesið á David Geffen. Þessi kynningartexti hefur enga skýra línu enda er sólbakaður loðfíll undir […]

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.