Love Will Tear Us Apart – Fenið

Ef til væri playlisti sem héti: “Motivational hits fyrir fólk sem fílar ekki Motivational hits” þá er alveg öruggt hvaða lag væri þar efst á blaði. Love Will Tear Us Apart. Lag sem hefur ært ófáan Englendinginn í gegnum tíðina, kramið hjörtu og látið varir herpast. Samt er lagið enginn gleðisprengja. Það fjallar um þjáninguna. Manchester gráminn, myndlistarsköddunin, vonleysið, mátturinn og dýrðin. Joy Division. Fílalag sökk í fenið í dag.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.