Lust For Life – Lostaþorsti

Stundum er allt í góðum gír. Allir sáttir. Enginn með vesen. Matur í ísskápnum. Bíómynd í sjónvarpinu. En þá grípur fólk einhver losti. Þorsti í skaðræði, gríðarleg löngun í tortímingu og rassaspörk. Um það fjallar lagið Lust for Life. Það er hin hreinræktaða stemning. Ásókn í romp. Hér er hún mætt: sálarbaseraða, pönk-lúppan – lamin saman af David Bowie, margarín-smurð af Iggy Pop. Ef eitthvað lag verðskuldar F.Í.L.U.N. þá er það þetta lag.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.