Modern Love – Að gönna Síðuna

Hann mætti aftur, sólbrúnn, í stórum jakka og gult hár. Hann tætti í sig áttuna. Við erum að tala um Hnífa-Davíð í sinni tíundu endurholdgun. Platan hét Let’s Dance og hittararnir komu í röðum. Modern Love líklega sá mest gírandi. Það er bannað að spila Modern Love með Bowie nálægt kirkjugörðum. Alls ekki mæta með gettóblaster í Fossvogskirkjugarð og setja þetta lag á. Það ærir líkin. Þau byrja að dansa ofan í gröfum sínum og það kemur hreyfingu á jarðveginn, sem getur valdið jarðsigi og aurskriðum. Sýnið ábyrgð. Modern Love er hinsvegar fullkomið lag til að hlusta á þegar kálfum er hleypt út á vorin. Og einnig þegar farið er út að skokka. Smeygið nú á ykkur hlaupaskóna, setjið á ykkur eitís-svitabönd og gönnið Ægissíðuna. Hlaupið eins og sperrtir kálfar. Það er kominn tími til að gönna Síðuna.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.