Nákvæmlega – Þegar Suðurland nötraði

Skítamórall – Nákvæmlega Gestófíll: Sóli Hólm Fílalag fékk sérstakan gest til sín til að útskýra hinn mikla hamfarakrókódíl sem sunnlenska aldamóta-sveitaballapoppið var. Sóli Hólm mætti og nötraði er hann lýsti af áfergju stemningunni í raðhúsapartíi í Hveragerði árið 2000 og fílingnum sem skók allt Suðurlandið á árunum 1997-2002. Já. Þetta var einn stór jarðskjálfti og suðurlandsskjálftinn 17. júní árið 2000 (sem var eiginlegur jarðskjálfti) var nánast hlægilegur í samanburði. Þetta hófst upp úr miðri níunni og fer virkilega af stað í kringum 1997 þegar Land og Synir mæta með Vöðvastæltur og Skímó bongóar sig inn með Nákvæmlega. Fræðist. Fílið.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.