Nights in White Satin – Pluss-áklæði kynslóðanna

Hér verður sigið ofan í þægilegt aftursæti á biblíusvörtum leigubíl sem keyrir í gegnum rigninguna í gljáandi stórborg. Baby by your side. Sexan varð sjaldan jafn sexí, jafn pluss-rafmögnuð. Nögl er dregin eftir silki-áklæði. Svartir olíudropar rigna yfir ljóskerin. Þeim tókst það. Þessum bresku pöbb-stemnings-böllum tókst það. Aldrei vanmeta Breta sem eitthvað bublar í. Hér var hrært í seið. Elíxir sem enn gefur.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.