Nothing Compares 2 U – Grátið á bekk í París, grátið í Vestmannaeyjum. Grátið.

Það er komið að því. Fjólubláa fönkmaskínan er undir fóninum. Sex-naggurinn. Meiri brennsa. Minni sóda. This is it. Prince Rogers Nelson. En ekki bara það. Þetta er tvíhleypa. Ekkert jafnast á við það. Berskjöldunar-bjútíið Sinéad O’Connor er með í för. Tveim köttum verður hleypt úr pokanum. Það er Nothing Compares 2 U. Ekkert rugl. Farið í víðar bomsur. Læsið útidyrahurðunum. Hellið skál fulla af pedigree chum hundamat. Mjólk yfir. Snæðið. Hlýðið á. Steinþegiði svo, farið í þagnardaga í Skálholti. Þetta er örmögnun ástarinnar. Síðasta lag fyrir fréttir, síðasta lag fyrir allar stéttir.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.