Númeró 200

Fílun í lok þáttar: The Zombies – This Will Be Our Year Í tilefni af 200. þætti Fílalags fer Sandra Barilli með okkur í ferðalag um lendur fílanna. Viðkomustaðir eru ýmis skemmtileg atvik úr sögu þáttanna þar sem dagsetningum er haldið skilmerkilega til haga. Ringó fer á klósettið, Paul Simon stendur ráðvilltur frammi fyrir stafrænni upptökutækni, Kim Larsen pantar sér Eldum rétt. Þetta og fleiri sögur má finna í tímamótaþætti dagsins.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.