Organ Donor – Kvíðadrepandi félagsmiðstöðvastomper

DJ Shadow – Organ Donor Lygnið aftur augum. Hann er kominn að kveða burt kvíðann. Sjálfur skuggaprinsinn. DJ Shadow, í linum Dickies buxum og með hveitilitað hörund býður hann ykkur á scratch-námskeið. Það er komið að því að fíla. Það fíla allir Organ Donor, jafnt dýr sem menn. Fólk sem hefur aldrei heyrt það fílar það yfirleitt við fyrstu hlustun. Þetta hefur ekki enn verið vísindalega sannað, en ef eitthvað lið í Sviss fengi styrk til rannsókna, þá væri niðurstaðan örugglega Shadow í vil. Það er enginn að biðja ykkur um að brosa. Það er enginn að biðja ykkur um að dansa. En ef þið djúpfílið ekki Líffæragjafann, þá skuluð þið gefa ykkur fram því að fólkið í Sviss mun þurfa að leggja hald á skaddaðan heila ykkar

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.