Rammstein – Þrútinn iðnaðartilli sem þráir mammasín

Rammstein – Rammstein Uppskrift að konsepti: Alið manneskju upp í samfélagi sem dýrkar karlmennsku, hernaðarhyggju og stáliðnað. Bætið við slatta af nasistasekt og uppeldisfræðisblæti. Kryddið með bókmenntasköddun og bóhemískum lífsviðhorfum. Allt fer þetta fram í dauðateygjum þrúgandi kommúnisma og leyndahyggju. Látið manneskjuna æfa sund.  Hvað skyldi koma út úr því? Hlustið. Fílið.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.