Re-Sepp-Ten : „Fuck You Danmark”

VM-Holdet & Dodo – Re-Sepp-Ten: Vi er røde, vi er hvide Það ríkti mikil eftirvænting þegar Danir gáfu út stemningslag vegna þátttöku sinnar á HM í fótbolta í Mexíkó árið 1986. Lagið, sem heitir Re-Sepp-Ten, en gengur oftar undir nafni undirtitils síns, Vi er røde, vi er hvide, er þrusugott. Fólk er enn að syngja það. Það eru jafnvel til japanskar kover-útgáfur af þessu lagi. En hér er það að sjálfsögðu frumútgáfan er er fíluð í strimla. Raunar er lagið fílað niður í slíkar öreindir að úr verður áhugaverð kjörnun á því hvaða þýðingu þátttaka á stórmótum hefur fyrir litlar þjóðir. Svo tekur fílunin furðulega stefnu, sem endar á orðunum: „Fuck You Danmark”. Því hver þarf Danmörku þegar Ísland er á leiðinni á HM? En hvers vegna þá að fíla Vi er røde, vi er hvide? Jú, vegna þess að við getum það, við megum það og við bara fílum það.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.