Roar – Kona öskrar

Katy Perry – Roar Úr valdamesta landinu, farsælasta ríkinu, undan menningarheimi útbreiddustu trúarbragðanna, með öguðustu aðferðafræðinni, stendur hún á alstærsta sviðinu. Og öskrar! Katy Perry er ein sú allra stærsta undanfarinna áratuga. Hún á 100 milljónir fylgjenda á Twitter, 100 milljónir á Insta. Urrið hennar er með þrjá milljarða spilana á YouTube. Og hún hefur klárað sérhvert verkefni, kramið hindranir, brætt hjörtu og farið sína leið. Við fílum.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.