Sing – Hjakk og spaghettí

Fjórir fölir náungar í pólóbolum. Ljótur brúnn öskubakki á borði, búinn til í leirmótun á Waldorf-skóla. Hafrakex með sultu í kvöldmat í gær. Draumkennt blik í augum, sviti á efri vörum. Sami straumur og sló raflosta sínum yfir augu Syd Barrets lýstur inn í herbergi rafsurgs og tómra tebolla. Úr pottinum óma galdrar Tin-eyjunnar, óður […]

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.