Smukke Unge Mennesker – Með Kim út á kinn

Fáið ykkur hálft kíló af saltlakkrís, tvo lítra af froðubjór, töluvert af sinnepssíld. Klæðið ykkur í cowboy-buxur eða klæðið ykkur úr öllu. Nú verður Kim Larsen tekinn fyrir. Allt verður tekið fyrir. Tennurnar, kjafturinn, sixpensarinn og óslökkvandi alþýðulostinn. Allt er undir. Þegar Kim Larsen er fílaður er varir nagaðar í sundur og rúður brotnar. Þetta er gíslataka. Þetta er kristnitaka. Þetta er Kim. Nú er kominn tími til að taka fram dönsku rjómatertuna, synthalegna alþýðupopppakkasósuna úr áttunni, og fá sér stóran bita þannig að flöðeskúmmið flæðir. Nú er kominn tími til að fá Kim út á kinn.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.