Some Velvet Morning – Poseidon og leðurstígvélakvendið

Nú er það áferð. Lagið sem fílað er í dag hefur sömu áferð og ef feldur af jarðíkorna væri tekinn, honum dýft ofan í stamp fullan af hunangi sem staðsettur væri í gufubaði og hann svo strengdur upp milli tveggja kaktusa til þerris. Það er djúpt í þessu, það er ljúft í þessu. En með þessu fylgir einnig gomma af óræðni og síkadelíu. Niðurstaðan er notaleg ónotatilfinning – sem er alveg mergjuð tilfinning. Eitthvað sem allir fíla.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.