Spirit in the sky – Ljósið við enda ganganna

Hvernig ætli stóra ferðalagið sé? Hápunktur allrar lífsreynslu hlýtur að vera sjálf himnaförin. Að klára dæmið og sameinast alheims-andanum. En er hægt að reyna að ímynda sér það? Í velmegunar-skýi sexunnar voru menn og konur allavega komin þangað. Norman Greenbaum fór langt með að koma fólki í nýja vídd með lagi sínu Spirit in the Sky sem kom út 1969 – en það var sama ár og Bandaríkjamenn komu manni á tunglið. Stemningin í laginu Spirit in the Sky er svo yfirgengileg, að mörgum þykir nóg um. Það er einfaldlega farið alla leið í þessu lagi. Himnasjomlinn sjálfur er að gefa high-fives. Þetta lag er kaleikur. Há-stemning og rússibani í slómó. Sleikið út um og fílið. Vúff.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.