Stop! In The Name Of Love – Stopp! Stöðvaðu!

The Supremes – Stop! In The Name of Love Hættu öllu sem þú ert að gera. Hættu að hugsa það sem þú varst að hugsa. Nú er komið að stórvirkum vinnuvélum. Upp með hendur, niður með brækur, hættu að svindla ef þú vilt ekki láta malbikunarvaltarann breyta þér í pönnuköku. Beint frá Hitsville U.S.A. Beint frá höfuðstöðvum jarðolíusmurðrar stemningarinnar. Hér kemur það. Ómótstæðilegur vasa-Wagner. Hvers eiga litlir larfar frá sjávarplássi í Norður-Atlantshafi að gjalda? Þeir eiga enga málsvörn. Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað? Svarið er: á sérhverjum þeim stað sem þú svaraðir ekki kalli Díönu. Stopp! Stöðvaðu! Stoppaðu! Þetta er helst í fréttum. Alla daga, allan daginn, fyrir þig. Allan liðlangann skaltu mala þetta ofan í þig. Hvað sem þú gerir. Örugglega, 100% positively 4th Street, skaltu ekki, ekki gera ekki neitt. Með öðrum orðum. Ekki gera neitt. Stopp og fílaðu! Stopp og hlustaðu á hjartað! Stopp!

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.