Streets of Philadelphia – Ljóðrænt Casio-mix sem mokar inn peningum og tárum

Það er komið að Steina, Bruce Springsteen, í þriðja sinn hjá Fílalag. Nú er það níu-steini sem er tekinn fyrir. Hann er með kleinuhringjaskegg, barta og líka rokkabillí hár. Mikið í gangi, samt í tilvistarkreppu. Hollywood hringir og vill fá lag frá honum fyrir myndina Philadelphia. Steini klæðir sig í þrjár hettupeysur, sækir Casio hljómborð, setur einfaldasta trommuheilann á, spilar liggjandi hljómamottu og muldrar svo ljóðræna snilld inn í vitund heimsbyggðarinnar. Hann selur milljónir, fær óskarinn, finnur sjálfan sig og fer svo aftur heim að gera við mótorhjólið sitt. Case closed. Farið í fósturstellingu, nötrið og fílið.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.