That’s Amore – Hreindýrahorn á húddinu

Dean Martin – That’s Amore Hann er mættur. Húðin glansar eins og Miðjarðarhafið á sumareftirmiðdegi, tennurnar skína eins og ítölsku alparnir. Hann er fullur, hann er stemmdur, hann er Dino Paul Crocetti, öðru nafni Dean Martin. Það er allt stórt við Dean Martin. Stór augu, stórt nef, stórt enni, stórt hár, stór munnur, stór haka, stór kinnbein, stórar axlir, stórar augabrúnir. Samt var hann nettur! Þrjár eiginkonur, fjórir garðyrkjumenn, átta börn, sundlaug, pabbi fullur, hreindýr á húddinu. Ástin er mótstæðilegt baunapasta. Lífið er dásamlegt. Fílið. Slefið.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.