The Revolution Will Not Be Televised – Er hægt að sigra fasisma og hafa gaman á meðan?

Gill Scott Heron – The Revolution Will Not Be Televised Ameríska ljóðskáldið Gill Scott Heron sagði það best árið 1970. Þú horfir ekki á byltinguna í sjónvarpinu. Það er ekki nóg að flatmaga í sófanum og borða pizzu og styðja aktívismann án þess að leggja neitt að veði sjálfur. Það voru aðrir tímar þá. Fólk barðist fyrir réttindum sínum á götum úti. En sumir létu sér nægja að horfa á í sjónvarpinu. Það voru aðrir tímar þá, eða hvað? Núna geta allir flatmagað. Hún byltir sér sjálf, blessuð byltingin, í boði Adidas, Puma og Nike.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.