There She Goes – Stanslaus húkkur

Einn stærsti one hit wonder sögunnar er fílaður í dag. Þvílíkur smellur. Rúmlega tveggja mínútna stanslaus húkkur. Hér eru allar stjörnur á réttum stað á festingunni. Lagið er gítar- og raddasull frá Liverpool, hæfilega artí og hæfilega bjórblandað. Frum-Brit-Pop – 90s lag sem er reyndar tekið upp í áttunni. Áhugaverð saga – mikil stemning. Lag sem fílar sig sjálft. The La’s. Þarna fer hún. Þarna fokkar hún mér upp enn einu sinni. Þessi negla.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.