Thirteen – Að vera þrettán

Big Star – Thirteen Hvernig er að vera þrettán? Það er einstaklingsbundið. Eitt er víst og það er að minningin af því að vera þrettán er ekki sú sama og að vera þrettán. Minningin er í öllum tilfellum angurvær, jafnvel sársaukafull, en umfram allt alveg ósvikin. Það er soft-trigger-warning á þessum þætti Fílalags, eða að minnsta kosti laginu sem spilað er í lokin. Lagið Þrettán með Big Star. Bandarískur kassagítar mulningur frá 1972, sem fangar angurværðina alla. Njótið. Fílið.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.