Tætum og tryllum – Stemning allra landsmanna

Stuðmenn – Tætum og tryllum Leggjum á borð. Það er 1975. Það er þjóðvegur. Það er ökutæki. Það er fólk um borð. Það er stemning. Hið mikla íslenska vegalag er fílað í dag. Og skaparar þess, sjálfir Stuðmenn, með Björgvin Halldórsson í forsöng. Herra Guð. Þetta er of mikið. Með þetta lag í akstri, sól á himni, fjórtán skinkur á mælinum og þriggja daga helgi framundan. Úff. Vúff. Stemningin verður ekki meiri. Gleðilega verslunarmannahelgi kæra þjóð. Það er komið að Hljómsveit allra landsmanna!

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.