Universal Soilder – Sending úr stúkunni

Lagið Universal Soldier eftir Buffy Sainte-Marie er eins og rakvélablað. Það er nákvæmt og skilar hámarks skurði fyrir lágmarks aflsmuni. Sainte-Marie er kanadísk söngkona af frumbyggjaættum með allt aðra sýn á heiminn en flestir aðrir innan popp-bransans. Sjónarhorn Universal Soldier er risastórt. Horft er á heiminn í heild sinni í gegnum alla söguna – en samt er sjónarhornið ekki rembingslegt eða heimspekilegt í fræðilegum skilningi. Það er þægilegt. Universal Soldier er ekki sending af vinstri kantinum – það er sending utan af vellinum, frá einhverjum sem er ekki að spila leikinn. Það er sending úr stúkunni. Frægast var það í útgáfu hins skoska Donovan, og því eru honum einnig gerð skil í þættinum. Hlustið og fílið. Það verður ekkert frekara clickbait. Tékkið bara á þessu ef þið hafið áhuga á góðri músík.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.