Walking On Sunshine – Lík dansa

Fílalag er snúið aftur eftir tveggja vikna hlé. Snorri er nýgiftur og svífur nú um á rósrauðu skýi. Fílun dagsins er því fílgúdd-þykknið sjálft „Walking on Sunshine”. Sjaldan hefur annarri eins rakettu verið spýtt inn í hagkerfið og þessu lagi. Það komast allir í fíling við að heyra þetta lag. Ef þetta lag væri spilað í kirkjugarði þá fara líkin á hreyfingu. Þetta er pakki fullur af sól – yndi allra markaðsfræðinga, brúsa-á-töppuð stemning: flutt af mjóum new-wave Englendingum í þunnum frökkum og amerískri heimasætu. Þvílíkt kombó, þvílíkt bingó, þvílíkt bongó fyrir heilann.

Om Podcasten

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.