Þáttur 1 - Viðtal við Magnús Harðarson, forstjóra Kauphallarinnar

Í fyrsta þætti Fjármálakastsins er rætt við Magnús Harðarson forstjóra Kauphallarinnar. Magnús tók við forstjórastól Kauphallarinnar af bróður sínum Páli Harðarsyni í október 2019. Hann hefur starfað hjá Kauphöllinni síðan 2002 en áður starfaði hann sem hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun og sem efnahagslegur ráðgjafi. Magnús hefur doktorspróf í hagfræði frá Yale-University. Í þættinum er rætt um fjárfestaumhverfið á Íslandi og leiðir að úrbótum á því. Einnig er rætt um þróun markaðarins í áranna rás, hvernig hann muni koma til með að þróast á næstu árum og ýmislegt fleira. Umsjónarmaður þáttarins er Magdalena Anna Torfadóttir.

Om Podcasten

Fjármálakastið er hlaðvarp fyrir áhugafólk um fjármál, hagfræði og efnahagsmál. Í þættinum er rætt við fólk frá ýmsum áttum um efnahagsmál. Þættirnir koma út einu sinni í viku inn á allar helstu hlaðvarpsveitur og inn á podcast.is. Umsjónarmaður þáttarins er Magdalena Anna Torfadóttir.