Þáttur 11 - Viðtal við Bjarna Herrera, forstöðumann sjálfbærni hjá KPMG, um sjálfbær fjármál

Í þessum þætti er rætt við Bjarna Herrera Þórisson, forstöðumann sjálfbærni hjá KPMG. Bjarni er með gráðu í lögfræði og viðskiptafræði og einnig MBA gráðu frá Yonsei háskóla. Hann hefur komið að fjölmörgum verkefnum í gegnum tíðina sem snúa að sjálfbærni í gegnum félagið sitt Circular sem síðar var selt til KPMG. Í þættinum er rætt um sjálfbærni og sjálfbær fjármál sem hafa notið sívaxandi vinsælda að undanförnu en sífellt fleiri fyrirtæki eru farin að leggja áherslu á þann málaflokk. 

Om Podcasten

Fjármálakastið er hlaðvarp fyrir áhugafólk um fjármál, hagfræði og efnahagsmál. Í þættinum er rætt við fólk frá ýmsum áttum um efnahagsmál. Þættirnir koma út einu sinni í viku inn á allar helstu hlaðvarpsveitur og inn á podcast.is. Umsjónarmaður þáttarins er Magdalena Anna Torfadóttir.